Nú í desember 2008 var skipt um vél í bát útgerðarinnar Öngull ehf. frá Ísafirði. Fyrir valinu var YANMAR 6CXM-GTE2 sem er 500hö. Hún leysir af eldri Volvo Penta vél. Valið var ekki erfitt þar sem samskonar vél var í eldri bát útgerðarinnar og hafði hún verið notuð í mörg ár án nokkurra vandræða og er enn í fullri notkun.
Ganghraði bátsins mældist 26,7sm og olíueyðslan 96 l/klst.
Færðu inn athugasemd