Hágæða rúðuþurrkur frá Norska framleiðandanum DECCA.
Decca þurrkur eru sniðnar til að passa fyrir hvaða lögun og stærð glugga til að hámarka árangur. Slaglengd er fáanleg frá 50 til 350 cm og þurrkublöð á bilinu 40 til 100 cm. Fyrir háa glugga (yfir 100cm), getur til viðbótar Þurrka verið sett undir ramma. Fyrir breiða glugga (yfir 350cm), getur Þurrkan verið útbúin með framlengingu og auka blaði.
Skip smíðuð í dag, eru búin mun stærri brúargluggum en áður fyrr sem eykur útsýni. Það eykur þörfina á betri og öruggari þurrkum sem þurfa að standa sig í öllum veðrum – sérstaklega á norðlægum slóðum. Decca þurrkur eru smíðaðar með þetta í huga úr besta fáanlega hráefni og með hámarksendingu í huga.
Þurrkurnar eru framleiddar með slaglengd frá 50cm upp í 350cm í 5cm þrepum. Þurrkublöðum eru fáanleg frá 50cm til 100cm. Lengdin á þurrkuarminum er stillanleg.
Hefðbundin þurrka er með einum armi staðsett yfir eða undir glugga.
Hærri gluggar þurfa tvær þurrkur fyrir ofan og neðan glugga fyrir hámarks árangur. Ef gluggi er mjög breiður þá getur sama þurrkan haft tvo arma og þurrkar þá hvor fyrir sig hálfan glugga. Einnig ef tveir gluggar eru samsíða er hægt að fá tvöfalda þurrku sem þurrkar báða glugga í einu.